13.04.1931
Neðri deild: 45. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 107 í C-deild Alþingistíðinda. (369)

89. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Frsm. minni hl. (Magnús Guðmundsson) [óyfirl.]:

Það leiðir af sjálfu sér, að minni hl. n. er ánægður með brtt. hv. þm. Barð., og ég get tekið undir þá skoðun hans, að hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps muni einmitt sjá sér þann kost vænstan að ganga nú til samninga, er hún má búast við, að málið verði að öðrum kosti til lykta leitt með lögum.

Að því er snertir fyrirspurn þá, er ég gerði til hv. 2. þm. Reykv. við 2. umr., þá fellur hún niður, ef hv. þm. ætlar að samþ. 1. lið brtt. 372.