24.03.1931
Neðri deild: 32. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 47 í B-deild Alþingistíðinda. (39)

29. mál, utanfararstyrkur presta

Frsm. (Gunnar Sigurðsson):

Ég þarf ekki að hafa langa framsögu fyrir þessu máli hér í hv. þd. Svo fór, að það varð ofan á í menntmn. að mæla með því, að frv. næði fram að ganga með lítilsháttar breytingum. N. fannst það æskilegt, úr því að þjóðin héldi við kirkjunni og fjölmennri prestastétt, að prestunum væri veitt hjálp til þess að fara utan til að víkka sinn sjóndeildarhring bæði á andlegu og ekki síður á veraldlegu sviði.

Hinsvegar fannst n. það réttara, að ákveða ekki vissa upphæð með lögum sem styrk, heldur skyldi þingið á hverju ári ákveða styrkinn.

Afstaðan til þessa máls getur breytzt, t. d. ef fleiri stéttir kæmu til mala. Brtt. n. eru í samræmi við þetta, og sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða um þær. 3. líður brtt. fer í þá átt orða skýrar meiningu frv.