08.04.1931
Neðri deild: 41. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 144 í B-deild Alþingistíðinda. (436)

Afgreiðsla þingmála

Forseti (JörB):

Það hefði verið æskilegra að hv. 2. þm. Eyf. hefði þegar í upphafi beint ásökunum sínum til mín, skýrt og skorinort, til þess að spara hv. þdm. að komast á loft út úr þessu máli. En ég vil eindregið mótmæla því, að ég hafi vanrækt fundarstj., né látið undir höfuð leggjast að halda uppi lögskipuðum vinnubrögðum í deildinni. Ég hefi ekki vald til að draga þm. hingað nauðuga, heldur er það undir þm. sjálfum komið, hversu vel þeir sækja þingfundi. heim hér að lögum skylda til þess, ef forföll ekki hamla. Ég mótmæli einnig því, að vinnutími sé svo langur í deildinni, að mönnum sé fyrir þá sök vitalaust að vera fjarverandi. Ég tel þm. vorkunnarlaust að sækja þingfundi enn sem komið er, og ég skal hér með lýsa yfir því, að ég mun ekki skirrast við því að halda áfram þingfundum, þótt fámennir séu, þar sem það er öllum vitanlegt, að fjöldi mala er enn skammt á veg kominn, þrátt fyrir það, að mjög er orðið áliðið þings, svo að til fullrar tvísýnu horfir um afdrif ýmsra hinna merkustu mála, sem fyrir þessu þingi liggja, ef ekki verður betur á haldið framvegis en hingað til. Ég vildi svo mega vænta þess, að hv. þdm. láti nú þær væringar niður falla, sem hér hafa risið, sérstaklega þar sem það er nú upplýst, að ásökunum hv. 2. þm. Eyf. var beint að forseta, en ekki að einstökum hv. þdm., og allra sízt þeim, sem þennan fund hafa setið.