16.03.1931
Neðri deild: 25. fundur, 43. löggjafarþing.
Sjá dálk 170 í C-deild Alþingistíðinda. (671)

4. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Haraldur Guðmundsson [óyfirl.]:

Mér fannst nú hv. frsm. víkja öðru við en í síðustu ræðu sinni, því að nú var hann að leitast við að færa rök að því, að ég væri fylgjandi eignarnami. Það er mjög sennilegt, að hann geti þar rétt til um mínar skoðanir á þeim efnum, en annars finnst mér hv. þm. vera orðinn ærið gleyminn, því að fyrir nokkrum dögum vildi hann sjálfur færa tekjuskattinn upp í 104% af tekjunum, en þá var það ég, sem varð til þess að mótmæla, svo að enda þótt ég kunni að vera gráðugur í eignarnám, þá hefir þó hv. frsm. sjálfur slegið mig algerlega út í þeim efnum. Ég held meira að segja, að hann hafi sett met — slegið record — í þessum till. sínum, og hvorki ég né aðrir eignarnámsmenn hafi nokkru sinni komizt hálfa leið á móts við hv. frsm., hvað þessa hluti snertir.