20.07.1931
Efri deild: 5. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í D-deild Alþingistíðinda. (1102)

13. mál, milliþinganefnd um kjördæmaskipun

Jón Baldvinsson:

Hæstv. forseti hefir lesið upp, að útbýtt hafi verið brtt. frá mér við þessa þáltill. frá stj., en ég veit ekki, hvort hæstv. forseti ætlast til þess, að brtt. og till. sjálf verði rædd í einstökum atriðum nú eða við framhaldandi umr. síðar. (Forsrh.: Það hefir verið lagt til, að umr. sé frestað). Ég veit það, en ég geri ráð fyrir, að ræðufjöldi sá, sem þm. hafa við þessa fyrri umr., takmarki að sjálfsögðu þann ræðufjölda, sem þm. fá við framhald umr., svo að ef þm. tala tvisvar við þessa umr. nú, þá hefir minn flokkur, sem aðeins hefir einn mann í þessari hv. d., ekki tækifæri til að ræða brtt. við fyrri umr. málsins, nema hún verði til umr. nú þegar. (Forseti: Það verður þá að leita afbrigða). Já, ég vil þá mælast til þess, að hæstv. forseti leiti leyfis hv. d., hvort till. megi komast að nú, og vil ég þá skoða þessi orð mín sem aths. við þingsköp.