24.07.1931
Neðri deild: 11. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 986 í B-deild Alþingistíðinda. (1128)

81. mál, forðagæsla

Frsm. (Lárus Helgason):

Þetta frv. var flutt hér á síðasta þingi og gekk greiðlega gegnum deildina. Það var sent til Ed., en dagaði þar uppi.

Ég þarf ekki að fara mörgum orðum um þetta mál. Hv. þdm. er það kunnugt, að landbúnaðinum stafar mikil hætta af ógætilegum ásetningi. Þess vegna hefir landbn. flutt þetta frv. á þessu þingi, til þess að komu í veg fyrir, ef verða mætti, það tjón, sem orsakast af fóðurskorti.

Breyt. þær, sem frv. felur í sér, eru í fáum dráttum þessar: Forðagæzlumönnum er gefið nokkru meira vald en þeir hafa nú og hreppsnefndum veitt dálítið meira aðhald. Ennfremur er þeim, sem berir verða að því að setja viljandi illa á fóðurbirgðir sínar, gert að skyldu að hlíta úrskurði um það efni.

Af því að frv. mætti engri mótspyrnu á síðasta þingi, álít ég ekki þörf á því að fara frekari orðum um þetta. Ég vildi aðeins mega óska þess, að málið ætti hér í d. greiðan gang, eins og áður.