14.08.1931
Neðri deild: 29. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 67 í D-deild Alþingistíðinda. (1174)

13. mál, milliþinganefnd um kjördæmaskipun

Forsrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég vil ekki fara inn á efnishlið þessa máls, en ég vil ekki láta því ómótmælt, að mikill meiri hl. þjóðarinnar hafi heimtað breytingar á kjördæmaskipuninni, eins og hv. 3. þm. Reykv. vildi halda fram. Þetta kom greinilega fram í hv. Ed., þar sem sýnt var og sannað, að sumir frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins lýstu yfir því við síðustu kosningar, að þeir hefðu ekki tekið afstöðu til málsins, eða jafnvel að þeir væru því mótfallnir. Þjóðin í heild hefir engan dóm kveðið upp í málinu.