27.07.1931
Efri deild: 13. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 198 í D-deild Alþingistíðinda. (1615)

41. mál, veðdeild Landsbankans

Flm. (Jakob Möller) [óyfirl.]:

Ég verð að segja, að ég kann ekki við svona hvolpaburð. Hæstv. forsrh. ætti að geta sagt það sjálfur, sem hann vill segja í þessu máli. Ég held fast við það, að till. mín verði borin hér fram þrátt fyrir þessa orðsendingu. Ég hefi litið yfir dagskrá Nd. og ég hefi ekki getað séð þar þau áríðandi mál, sem hindri forsrh. í því að vera hér við, svo að nota þurfi sendisveina.