22.08.1931
Efri deild: 36. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í D-deild Alþingistíðinda. (1715)

203. mál, Háskóli Íslands

Magnús Jónsson:

Ég ætla aðeins að segja fáein orð út af einni þáltill., sem hefir legið hér fyrir þinginu. Það er þáltill. um háskólann, sem flutt er af hæstv. fjmrh., hv. 3. þm. Reykv. og mér. Þessi till. var, að nokkru leyti í ógáti, stíluð sem áskorun frá Alþingi, því að ég, sem skrifaði till., athugaði ekki, hvað skammt var eftir af þinginu. Annars hefði ég stílað hana sem ályktun frá Nd., enda er till. þessi ekki svo viðurhlutamikil, að nauðsyn beri til að samþ. hana í báðum deildum þingsins. En till. fór til Ed. og var vísað til menntmn. þeirrar deildar, og hefir form. n. nú tjáð mér, að ómögulegt sé, að till. geti orðið afgr. á þessu þingi. Þar sem það mál, er till. fjallar um, þolir enga bið, vildi ég beina þeirri spurningu til hæstv. stj., hvort hún sjái sér ekki fært að verða við þeim tilmælum, að till. verði afgr. til hennar sem ályktun frá Nd., eins og hún var samþ. hér í hv. deild.