06.08.1931
Neðri deild: 22. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 321 í B-deild Alþingistíðinda. (183)

1. mál, fjárlög 1932

Forsrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég sé ekki ástæðu til að skipta mér af því, þótt nú andi köldu milli þeirra flokka, sem gengu í bræðralag við síðustu kosningar, íhaldsmanna og sócíalista. En mér fyndist betur fara á því, að þeir gerðu ekki ósamlyndið opinbert strax, eftir ekki lengri sambúð. Hinsvegar finnst mér skynsamlegast af þeim að falla frá eldhúsdegi nú, enda hefir ekki verið venja að hafa eldhúsdag rétt eftir kosningar. Hefir verið lítið svo á, eins og rétt er, að kosningarnar sjálfar væru nægilegur eldhúsdagur.