17.08.1931
Efri deild: 31. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1258 í B-deild Alþingistíðinda. (2058)

64. mál, stækkun lögsagnarumdæmis Reykjavíkur

Jón Baldvinsson:

Ég held það sé mjög varhugavert að taka þetta mál af dagskrá. En mér skilst það sé mjög íhugunarvert fyrir þá, sem á annað borð vilja láta málið ganga fram, að draga afgr. þess. Nú dregur að þinglokum, og verður því að halda vel á til að koma málum fram. Það virðast nægilega margir vera á móti frv. til þess að geta synjað um afbrigði. Skil ég vel að þeir, sem vilja málið feigt, óski því út af dagskrá, til þess að koma með óendanlegar brtt. Það er leiðin til að koma því fyrir kattarnef.