15.07.1931
Sameinað þing: 1. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 12 í B-deild Alþingistíðinda. (2517)

Rannsókn kjörbréfa

Frsm. 2. kjördeildar (EA):

Þessi kjördeild hefir haft til meðferðar 13 kjörbréf, þeirra Guðmundar Ólafssonar, Hannesar Jónssonar, Jóns Ólafssonar, Sveinbjarnar Högnasonar, Héðins Valdimarssonar, Jóns A. Jónssonar, Péturs Ottesens, Halldórs Stefánssonar, Páls Hermannssonar, Magnúsar Torfasonar, Magnúsar Guðmundssonar, Bernharðs Stefánssonar og Sveins Ólafssonar. Leggur deildin einróma til, að öll þessi kjörbréf verði tekin gild. Að vísu voru tvö kjörbréfanna ekki gefin út á fyrirskipuð eyðublöð, en d. taldi það svo lítilfjörlegt atriði, að það væri ekki umræðuvert.