11.08.1931
Neðri deild: 26. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1324 í B-deild Alþingistíðinda. (2596)

Afgreiðsla þingmála

Halldór Stefánsson:

Ég vona, að hæstv. forseti leyfi mér að svara fyrirspurn, sem hv. þm. Seyðf. beindi til mín. Ég hefi reyndar svarað því áður, að fjhn. hefir afgr. mál eftir því, sem tími hefir unnizt til, og hvort n. afgr. þetta stórmál (!), sem hv. þm. nefndi, fer nokkuð eftir því, hvað þingið stendur lengi og n. hefir tækifæri til að sitja langan tíma enn að störfum. Þó getur verið, að það þurfi ekki að dragast lengi, ef hv. flm. er fróun í því, að n. gefi einfalda yfirlýsingu um málið. Ég hélt, að flestir hv. þm. myndu kannast eitthvað við það, að fyrir geti komið, að mál fái að sofna í n. Mér skildist, að hv. þm. Seyðf. væri að gefa í skyn, að það væri eitthvert nýtt fyrirbrigði sérstaklega á þessu þingi. (HG: Nei, nei!). –Það má vel vera, að menn vilji nú taka upp aðra hætti en verið hafa, svo í þessu efni sem ýmsum öðrum. En það er ekki annað en augsýn óhagsýni, að afgreiða mál frá nefnd eingöngu til þess að tala um þau í deildinni, þegar vitað er, að þau geta ekki náð fram að ganga.

Á 29. fundi í Nd., 14. ágúst, utan dagskrár, mælti