24.08.1931
Sameinað þing: 7. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 1350 í B-deild Alþingistíðinda. (2669)

Þinglausnir

forseti (EÁrna):

Þá er nú störfum þessa þings lokið eftir að hafa setið í 41 dag.

Ekki verður annað sagt en að þingið hafi afkastað miklu verki á þessum stutta tíma, og þess má vænta, að ýms þau mál, sem nú hafa verið afgr., marki framfaraspor í atvinnulífi þjóðarinnar.

Má í því efni benda á lögin um búfjárrækt og um innflutning sauðfjár til sláturfjárbóta, svo og lög um útflutning á kældum fiski og lög um hafnargerðir. Allt eru þetta merkileg mál, og mætti fleiri telja.

Að svo mæltu leyfi ég mér að óska þeim hv. þm., sem utan Reykjavíkur búa, góðrar ferðar og heillar heimkomu, og óska öllum þess, að vér megum heilir hittast á næsta þingi.

Þá stóð upp forsætisráðherra, Tryggvi Þórhallsson, og las upp konungsumboð sér til handa til þess að segja Alþingi slitið.

Samkv. því umboði lýsti forsætisráðherra yfir því í nafni konungs, að þessu 44. löggjafarþingi Íslendinga væri slitið.

Síðan mælti