10.08.1931
Neðri deild: 25. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 711 í B-deild Alþingistíðinda. (489)

7. mál, búfjárrækt

Lárus Helgason [óyfirl.]:

Ég ætla að benda hv. þm. N.-Ísf. á það, að það er þegar fengin reynsla fyrir því, að lögin um kynbætur hrossa hafa meir orðið til þess að bæta en fjölga þeim. Hrossum hefir fækkað síðan lögin gengu í gildi, en aftur á móti hafa þau batnað. Hér er því stefnt í rétta átt.