30.07.1931
Neðri deild: 16. fundur, 44. löggjafarþing.
Sjá dálk 871 í B-deild Alþingistíðinda. (719)

102. mál, fiskveiðasjóðsgjald

Flm. (Bergur Jónsson):

Þó að frv. þetta fari fram á breyt. á gjaldalögum, þá hefir það í raun og veru enga eða sáralitla fjárhagslega þýðingu. Það er aðeins flutt í þeim tilgangi að gera útreikningana auðveldari. Það er sjálfsagt af sanngirnisástæðum, að löggjöfin hefir ákveðið að draga fyrst útflutningsgjaldið frá söluverðinu, áður en fiskveiðasjóðsgjaldið er reiknað út. En af þessu leiðir, að það þarf að reikna 2 útflutningsgjöld, en peningalega séð skiptir það engu máli. Reiknast mér svo til, að breytingin á reikningsaðferðunum valdi aðeins ca. 1200 kr. mismun, ef gert er ráð fyrir, að útflutningsgjald af fiski og fiskiafurðum sé alls kr. 1000000,00.

Þetta mál er svo einfalt, að ég álít ekki þörf á að vísa því til n. En ef hv. d. óskar þess, þá hefi ég ekkert á móti því.