01.03.1932
Neðri deild: 17. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1351 í B-deild Alþingistíðinda. (1017)

50. mál, leyfi til loftferða

Frsm. (Sveinn Ólafsson):

Út af fyrirspurn hv. þm. Dal. skal ég geta þess, að þau öryggisákvæði vegna ófriðarhættu, sem hann nefndi, eru að nokkru tekin fram í 11. gr. frv., en n. hefir ráðgert að breyta að nokkru þeim ákvæðum til ?. umr., einkum að skýra nánar og einskorða efni greinarinnar. Mun þá einnig koma ljóslegar fram í frv., að fél. verði eigi aðeins háð þeim lögum, sem nú gilda, heldur og breyt., sem síðar kunna að verða gerðar til tryggingar því, að sérleyfið verði ekki misnotað á ófriðartímum.

Fleira þarf ég ekki að minnast á út af fyrirspurninni, og annað hefir ekki komið fram, er gefi mér tilefni til á fara lengra út í málið.