05.03.1932
Neðri deild: 21. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1381 í B-deild Alþingistíðinda. (1078)

33. mál, ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli Íslands

Einar Arnórsson:

Hv. frsm. hefir raunar talað um það atriði, sem fyrirvari okkar tveggja nefndarm. stafar af.

Það kann að vera, að ráðning yfirlækna landsspítalans sé þannig úr garði gerð, að ekki sé hægt að skylda þá til þess að bæta á sig kennslustörfum þeim, sem hér er um að ræða, en ég bjóst við, að það yrði auðgert að fá mann, sem fær 14000 kr. í laun fyrir störf sín við landsspítalann og háskólann, til að bæta þessu lítilræði við sig. Vil ég beina þeim ummælum til hæstv. stj., að hún ætti a. m. k. að leita eftir, hvort hann væri ekki fáanlegur til þess. Einnig þætti mér líklegt, að landlæknir væri fáanlegur að taka þetta að sér fyrir litla eða enga aukaborgun, þar sem sagt er, að hann sé orðinn eftirlitsmaður við landsspítalann fyrir 3000 kr. laun.