08.03.1932
Neðri deild: 23. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1401 í B-deild Alþingistíðinda. (1108)

33. mál, ljósmæðra- og hjúkrunarkvennaskóli Íslands

Lárus Helgason:

Hv. þm. Ísaf. taldi engin takmörk fyrir því, hvað sveitarstjórnir væru vitlausar. Það kann vel að vera, að hann sé kunnugur einhverri sveitarstjórn, sem hægt væri að búast við öllu illu og vitlausu af, þó að mér þyki það mjög ósennilegt. Hitt mun sanni nær, að þetta séu fullyrðingar hjá hv. þm., sem við ekkert hafa að styðjast.