06.05.1932
Neðri deild: 68. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1409 í C-deild Alþingistíðinda. (11183)

284. mál, samvinnufélög

Jónas Þorbergsson:

Ég vil taka undir það með hv. þm. V.-Húnv., að ég óska mjög eindregið eftir því, að hv. allshn. afgr. þetta frv. sem allra fyrst til þd. Ég gerðist meðflm. þess samkv. ákveðnum óskum kjóenda minna, sem fólu mér að fylgja því fast eftir og gera það, sem unnt væri, til þess að sporna við þeirri ósanngirni og frekju, að bændum væri með ofbeldi varnað þess að vinna að sinni framleiðsluvöru. Þetta er þeim mjög mikið áhugamál, eins og eðlilegt er, að samvinnufélög bænda fái óáreitt að vinna að sinni framleiðslu. Ég beini þeirri áskorun til hv. allshn. að flýta sem mest fyrir málinu.