08.03.1932
Efri deild: 23. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1620 í C-deild Alþingistíðinda. (11318)

76. mál, fátækralög

Jakob Möller [óyfirl.]:

Hv. flm. sagði, að við 2. landsk. vissum lítið til sveitamála. Held ég þó, að ég hafi í þessum ágreiningi réttara fyrir mér en hann. Veit ég ekki betur en að jafnan hafi sá skilningur ráðið, að fátækrastjórn Rvíkur ákvæði, hvort styrkur skyldi óendurkræfur. Skil ég ummæli hv., þm. svo, að ef þetta er rétt hjá mér, játi hann, að ákvæðið sé varhugavert og verði þá breytt. Vil ég ekki verja fyrirkomulag okkar á þessum málum, og er nauðsynlegt að fá umbætur hér á, en þetta frv. gerir ekki umbætur að gagni, heldur gerir illt verra.