22.04.1932
Neðri deild: 57. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2391 í B-deild Alþingistíðinda. (11450)

Afgreiðsla þingmála

Magnús Guðmundsson:

Mér kemur það undarlega fyrir, að rekið skuli vera á eftir n., þótt afgreiðsla málanna hér í hv. d. sé langt á eftir nefndaafgreiðslunni. Væri nær að reyna að afgr. eitthvað af þeim málum, sem komin eru úr nefndum, en að álasa n. fyrir, að þær leysi ekki af hendi sín störf. Fyrir mitt leyti get ég sagt, að ég hefi flutt hér ýms mál, er eigi hafa komizt á dagskrá vegna málafjölda. Vil ég þó ekki væna hæstv. forseta um neina hlutdrægni. En langt er síðan nál. hafa komið, og meðan svo er, sé ég ekki ástæðu til þess að álasa n. fyrir sein vinnubrögð. Þær hafa skilað fullkomlega eins fljótt álitum sínum á þessu þingi og að undanförnu.