04.06.1932
Sameinað þing: 12. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2433 í B-deild Alþingistíðinda. (11510)

Stjórnarskipti

Jón Baldvinsson:

Það er augljóst af svörum hæstv. stj. við fyrirspurnum mínum, að tilgangslaust er að vera að reyna að krefja hana frekari sagna, enda skal ég ekki gera frekari tilraunir í þá att. Hinsvegar vildi ég mega beina því til hæstv. forseta, hvort ekki mundi hægt að ganga til atkv. um vantrauststill. nú þegar á þessum fundi, og skal ég jafnframt lýsa yfir því, að við Alþýðuflokksmenn munum ekki taka frekar til máls um vantrauststill., ef aðrir gera það ekki, svo að atkvgr. um till. þurfi ekki að dragast af þeim ástæðum.