04.06.1932
Efri deild: 94. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2457 í B-deild Alþingistíðinda. (11539)

Kosningar

Jakob Möller:

Ég held, að það sé hæpið að telja kosningu gilda, sem ekki styðst við meiri hl. í deildinni. Í 44. gr. þingskapanna er mælt svo fyrir, að hvorug þingd. megi gera ályktun um neitt nema meira en helmingur þdm. sé á fundi og greiði þar atkv., og ennfremur, að engin ályktun sé lögmæt nema meira en helmingur fundarmanna, þeirra sem atkvæðisbærir eru, greiði atkv. með henni, en hér er auðsjáanlega hvorugt fyrir hendi.