23.05.1932
Efri deild: 81. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 525 í B-deild Alþingistíðinda. (158)

1. mál, fjárlög 1933

Jón Baldvinsson:

ég á nokkrar brtt. við þessa umr. fjárl. Sumar þeirra eru endurflutningur frá 2. umr. Þannig er t. d. V. brtt. á þskj. 788, um 10 þús. kr. framlag til þegar yfir Fjarðarheiði. Við 2. umr. hljóðaði till. þessi upp á 14 hús., en mér skildist á sumum hv. dm., að þeim þætti upphæðin helzt til þá, en létu jafnframt í ljós, að þeir myndu ekki ófúsir að fylgja till., sem væri nokkru lægri, og fyrir því hefi ég fært upphæðina niður um 4 þús. kr. Ég get að mestu vísað til þess, sem ég sagði um mál þetta við 2. umr. Það er ný stefna, sem komin er upp í þessu vegamáli, að ryðja sæmilega leið yfir heiðina, í stað þess að leggja yfir hana akbraut. Myndi sú leið verða fær bifreiðum nokkurn hluta sumarsins og því til ómetanlegs gagns fyrir Seyðisfjarðarkaupstað og Héraðið. Að vísu yrði ekki hægt að ryðja yfir alla heiðina fyrir þetta fé, en nokkuð myndi þó mega komazt áleiðis. Jafnframt myndi þetta skapa dálitla atvinnu í þeim hluta landsins, sem nú mun langþjáðastur og aðþrengdastur af atvinnuskorti og allskonar óáran. Ég vona því, að hv. d. taki till. þessari vel.

Næst á ég till. um 1200 kr. styrk til bókmenntafélags jafnaðarmanna. Félag þetta var stofnað fyrir 3–4 árum og hefir gefið út á hverju ári nokkrar fræðibækur og telur sig því eiga rétt til þess að fá styrk eins og önnur félög, sem slíka bókaútgáfu annast, eins og t. d. Bókmenntafélagið og Sögufélagið. Það sótti upphaflega um 2 þús. kr. í þessu skyni, en ég færði upphæðina niður í 1200 kr.

Þá á ég brtt. um að veita dr. Guðbrandi Jónssyni 1500 kr. styrk til þess að semja miðaldarmenningarsögu. Styrkur til þessa manns hefir staðið í fjárl. undanfarið, allt þar til í fyrra, og það má segja, að honum hafi verið gefin von um, að hetta yrði fastur styrkur, bæði vegna starfs hans við þjóðmenjasafnið áður og vegna framkomu veitingarvaldsins gagnvart honum á sínum tíma. Ég vænti því, að hv. Ed. geti fallizt á, að styrkur þessi haldist áfram, enda þótt hann hafi fallið niður í fyrra, þegar líka að hann hefir verið lækkaður að töluverðum mun. Við 2. umr. talaði ég rækilega um verðleika dr. Guðbrands til þessa styrks og sé því ekki ástæðu til að fjölyrða frekar nú.

Þá flyt ég ásamt hv. 4. landsk. brtt. undir rómv. XV, á þskj. 788, um 2000 kr. styrk til ráðningarstofu kvenna. Er brtt. þessi flutt fyrir kvenréttindafélögin hér í Rvík, þau hafa komið upp ráðningarstofu fyrir konur, sem nefnd hefir verið „Vinnumiðstöð kvenna“. Stofnun þessi tók til starfa í des. síðastl. og fékk þegar það traust hjá bæjarstjórn Rvíkur, að hún veitti henni 1500 kr. styrk, sem aðallega mun hafa gengið til þess að kaupa ýmsan útbúnað á skrifstofuna, svo sem húsgögn o. fl. Það hefir þegar sýnt sig, að ekki var vanþörf að stofna þessa skrifstofu, því að aðsókn að henni hefir verið mjög mikil, og þó er það svo, að fólk er yfirleitt ófúst á að snúa sér til slíkra stofnana, meðan það á ekki fulla von um að geta fengið vinnu. Frá því að skrifstofa þessi var opnuð 4. des. síðastl. og þar til 1. apríl höfðu komið 408 umsóknir um hjálp við heimilisvinnu og 351 umsókn um atvinnu. 270 ráðningar höfðu farið fram á sama tíma og höfðu 50 af þeim verið fyrir heimili, þar sem veikindi voru og bráða þörf á hjálp. Í umsókn kvenréttindafélags Íslands segir m. a.: „Er auðséð á þessum tölum, hve mikil þörf hefir verið á þessu fyrirtæki og að það hefir þegar orðið til mikils hægðarauka fyrir húsmæður og til atvinnubóta fyrir verkakonur“. Þá má geta þess sem meðmæla með styrk til þessarar skrifstofu, að hún hefir ekkert gjald tekið fyrir ráðningar, en það er mjög títt erlendis um slíkar skrifstofur, og það held ég að hafi verið alveg rétt raðið að byrja ekki á því her, þar sem jafn mikil þörf er á að dreifa fólkinu sem víðast til atvinnu út um landið. Þá segir og í umsókninni, að skrifstofa þessi starfi ekki eingöngu fyrir Rvík, heldur fyrir allt landið. Hún leiðbeini ókunnugum aðkomustúlkum, er hingað koma, gefi þeim upplýsingar um atvinnu. Ennfremur útvegi hún stúlkur út á land, ef óskað er. Er því full ástæða til, að Alþ. styrki stofnun þessa.

Eins og af líkum ræður, þurfa kvenréttindafélögin töluvert fé til þess að halda skrifstofu þessari uppi, greiða vinnulaun til stúlku þeirrar, sem á henni starfar, því að enginn vinnur slíkt starf kauplaust o. fl. o. fl.

Ég vænti nú, að till. þessi fái góðan byr hér í d., því að beiðnum kvenréttindafélaganna hefir jafnan verið vel tekið hér á Alþingi, enda hafa þau oftast farið fram á það, sem horft hefir til nytsemda fyrir þjóðfélagið á einn eða annan hátt. hér er t. d. m. a. verið að vinna að því þýðingarmikla starfi að útvega fólk í sveitirnar, og segir í umsókninni „að ekki hafi svo fáar slíkar ráðningar tekizt fyrir milligöngu stofunnar nú um hávetur“. Þegar nú þess er gætt, að aðeins er liðinn stuttur tími frá því að skrifstofa þessi tók til starfa, og að hún hefir þegar unnið mikið og þarft verk og á eðlilega eftir að sýna sig ennþá betur, þá hljóta allir hv. dm. að viðurkenna það, að hún er sannarlega þessa styrks makleg.

Þá á ég næst brtt. undir rómv. XVI, um 3500 kr. styrk til gesta- og sjómannahæla Hjálpræðishersins. Eins og kunnugt er hefir Hjálpræðisherinn haldið uppi gesta- og sjómannahælum í öllum helztu kaupstöðum landsins nú um nokkurt skeið, og hvort sem menn annars eru sammála um starfsemi Hersins á öðrum sviðum eða ekki, þá er þó víst, að þessi gestahæli hans hafa verið til mikilla þæginda fyrir fátækt verkafólk og sjómenn. Menn hafa átt kost á að dvelja á þeim um lengri og skemmri tíma á meðan þeir voru í atvinnuleit, og það fyrir tiltölulega mjög lagt gjald. Mér finnst því, að Hjálpræðisherinn sé þess fyllilega maklegur að fá dálítinn styrk af almannafé til þess að halda uppi þessum þörfu stofnunum, er koma mjög að notum hinum fátækasta hluta almennings.

Í brtt. minni hefi ég stungið upp á, að upphæð þessi, 3500 kr., skiptist á milli gesta- og sjómannahælanna þannig:

Í Reykjavík ................... 1000.00

Í Hafnarfirði .................. 500.00

Á Ísafirði ......................... . 500.00

Á Siglufirði………………… 500 00

Á Akureyri .................... 700.00

Á Seyðisfirði ................ 500.00

Það sem Hjálpræðisherinn fór fram á að fá voru 6000 kr., en ég sá mér alls ekki fært að taka upp svo háa fjárveitingu. Legg ég till. þessa undir atkv. hv. dm. í trausti þess, að þeir líti á hana með sanngirni.

Næst á ég brtt. við 18. gr., þar sem ég fer fram á, að Arndísi Sigurðardóttur þvottakonu á Laugarnesspítala verði veittur 300 kr. styrkur á ári. Kona þessi hefir starfað sem þvottakona við spítalann í 20 ár, og 1 ár við spítalann á Kleppi. Hún er nú orðin fjörgömul og farin að heilsu og treystir sér því ekki til að hafa starf þetta á hendi lengur. Eftir því sem bezt verður séð af gögnum þeim, sem fyrir liggja, hefir kona þessi verið trúr þjónn í starfi sínu og á því rétt til viðurkenningar í ellinni, sem ég hefi stungið upp á að yrðu 300 kr. á ári. Með umsókninni fylgja vottorð frá yfirhjúkrunarkonunni á Kleppi og Sæm. Bjarnhéðinssyni prófessor. Bæði vottorðin bera það með sér, að hún hafi unnið starf sitt af trúmennsku og dyggð og slitið þannig starfskröftum sínum út í þjónustu landsins.

Ég hefi með vilja hlaupið yfir stærstu brtt. mína, 400 þús. kr. til atvinnubóta, með sama skilyrði og fylgdi brtt. þeirri, er ég flutti við 2. umr. fjárl. um daginn, að hlutaðeigandi bæjar- og sveitarfélög legðu fram tvöfalt framlag á móti, og að þeim væri gefinn kostur á láni úr bjargráðasjóði, er nemi helmingi framlags þeirra. Ég vek nokkuð að því við 2. umr., að það yrði óhjákvæmilegt fyrir hvaða stj. sem væri að hafa fé til atvinnubóta í fjárl. fyrir næsta ár. Í núg. fjárlögum hefir stj. heimild til þess að leggja fram til atvinnubóta 300 þús. kr., en mér skilst, að ekki sé nema litlu eytt af því ennþá, En hitt er víst, að þegar er fyrir hendi þörf til þess að nota það. Ég lít svo á, að eins og nú standa sakir, þá sé stj. skylt að hefja undirbúning undir nytsama vinnu og það er mikið verk. Áður hefi ég bent á ýms verk, sem nauðsynlegt er að láta vinna, en jafnframt gefa mikla atvinnu fyrir hið vinnandi fólk. má þar til nefna t. d. veg milli Hafnarfjarðar og Rvíkur, sem mér skilst að sé alveg tilvalið að láta vinna að í þessu atvinnuleysi. Þá má benda á sem eitt af mörgu, að víða kringum land þarf að vinna að hafnar- og lendingarbótum, sem myndi létta undir með framleiðslunni, auka hana og gera hana ódýrari.

Þá vil ég taka það fram í þessu sambandi, að ég tel ekki, að skilja beri fjárveitingar til atvinnubóta þannig, að það sé lagt fram aðeins til þess að láta fólk fá eitthvað að gera. Ég vil, að það tvennt sé sameinað, að auka atvinnu fólksins, og að þau verk séu unnin, sem koma landi og lýð að sem mestu gagni. Má þar t. d. nefna ræktun í stórum stíl. En skilyrði fyrir því, að það megi skipulega fara fram, er, að stj. láti rannsaka og mæla landið áður en byrjað er að vinna . Það þarf að gerast á sumrin. meðan tíðarfar er gott, en geymast ekki langt fram á vetur eins og átt hefir sér stað um undirbúning þeirra litlu atvinnubóta, sem hingað til hafa átt sér stað.

Ég hefi nú flutt þessar áminningar svo að segja ár eftir ar, en því miður með litlum árangri, því að öll sú atvinnubótavinna, sem framkvæmd hefir verið, bæði af núv. og fyrrv. stj., hefir verið framkvæmd í hreinustu vitleysu, og því komið að miklu minna gagni fyrir þjóðfélagið en hún hefði getað komið, ef undirbúningur hefði verið betri. Að ég hefi ekki þreytzt á að flytja þessar áminningar mínar svo að segja umræðu eftir umræðu og þing eftir þing, er sökum þess, að ég er sannfærður um, að þá leið á að fara í þessum atvinnubótamálum, sem ég hefi bent á.

Læt ég svo skeika að sköpuðu, hvernig fer um brtt. þessa. Ég hefi breytt fjárhæðinni í von um, að hún mætti þá frekar finna náð fyrir augum þdm., og þó að hún sé lækkuð, vænti ég, að hún geti komið að töluverðu gagni, ef skynsamlega er með farið.