10.05.1932
Neðri deild: 71. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1560 í B-deild Alþingistíðinda. (1585)

490. mál, Jöfnunarsjóður

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég hefi borið fram brtt. til þess að tryggja það, að ríkið þurfi ekki að taka að láni rekstrarfé, ef það á í raun og veru peninga til að láta standa í rekstrinum, og sú upphæð, sem ég hefi miðað við — 3 millj. kr. —, er vitanlega lágmark rekstrarfjárþarfar ríkisins. Ég hefi valið þetta lágmark til þess að skapa aðhald um, að ekki væri haft meira fé í rekstrinum en nauðsyn krefði. En eftir að till. er komin fram frá hv. 2. þm. Skagf. um að færa þessa rekstrarfjárheimild upp í 4 millj., þá get ég vitanlega fallizt á hana og geri það að engum ágreiningi. Eins skal ég geta þess, að mér hafði láðst í minni till. að miða þessa rekstrarfjárheimild ríkissjóðs við sjóðsuppgerð um áramót. En þegar á að áætla um, hve ríkið megi hafa mikið fé eftir, áður en lagt er í jöfnunarsjóð, verður vitanlega að miða við einhverja uppgerð, og ekki annað fyrir hendi en aramótauppgerðin. Hv. 2. þm. Skagf. hefir borið fram leiðréttingu við þetta, og fellst ég að sjálfsögðu á hans till. í því efni. Ég gat þess við fyrri hluta umr., að nauðsynlegt væri að gera slíka breyt. sem þessa, því að ótlkt væri, að ríkissjóður tæki dýr rekstrarlán, ef hann ætti sjálfur mikið fé í sjóði. Þessi till. gerir það að verkum, að ekki byrjar að safnast í jöfnunarsjóð fyrr en fyrst hafa safnazt 3–4 millj. í rekstrarfé handa ríkinu. En eins og var í frv. upphaflega, var það ófært, að alltaf gæti klipizt af því fé, sem væri í ríkissjóði áður en frv. næði gildi, en legðist aldrei neinn afgangur í hann. þetta þurfti að laga, og því bað ég um frest á umr., og ég hygg, eftir málavöxtum, að samkomulag muni vera um brtt., sem fram eru komnar.