12.05.1932
Efri deild: 73. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1697 í B-deild Alþingistíðinda. (1743)

217. mál, flugmálasjóður Íslands

Frsm. (Jakob Möller) [óyfirl.]:

Hv. 2. þm. S.-M. færði það fram sem aðalástæðu fyrir því að fella ekki þessi 1. úr gildi nú, að víst væri, að síldarleitin yrði ekki framkvæmd í sumar, og sýnist mér þetta þó fremur vera ástæða fyrir því að afnema l. Ég verð að líta svo á, að rétt sé af Alþingi að taka til greina óskir síldveiðimannanna sjálfra í þessu efni, og ef það er rétt að láta þá ræða, sem hafa hagsmuna að gæta í sambandi við þetta, er ekki betra að vera að fresta þessu nú, til þess að gera það síðar. Það er og alveg ástæðulaust að vera að neyða upp á menn því, sem þeir vilja ekki, og enda rangt af Alþingi að gera slíkt, og því ekki ástæða til að vera að fresta afnámi laganna.

Það segir að vísu svo í l, að ekki megi innheimta skattinn, ef síldarleitin er ekki framkvæmd ákveðinn tíma, en reynslan hefir þó orðið sú, að mikil brögð hafa orðið að vanefndum á síldarleitinni, og skatturinn þó innheimtur engu að síður. Það kann að vera, að skatturinn verði ekki innheimtur, ef ekkert síldarflug verður flogið, en ég hefi engar sönnur fyrir því, að ekki verði höfð nein viðbrögð um síldarleitina, til þess þannig aðeins að fá tylliástæðu til að innheimta skattinn.