15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1832 í B-deild Alþingistíðinda. (1902)

165. mál, hafnarlög fyrir Reykjavíkurkaupstað

Frsm. (Einar Arnórsson):

Ég þarf ekki að svara hv. þm. Borgf., því að hann tilfærði ekki eitt einasta atvik eða dæmi sem átyllu fyrir því, að frv. gæti orðið nokkrum til meins. Ég býst þó býst, að honum hefði tekizt það, ef það hefði verið hægt. Ég er þakklátur hv. þm. G.-K. fyrir þá hreinskilni, að hann hafi ekki getað fundið neitt það í frv. sjálfur, sem fæli í sér neinn ágang af hálfu Rvíkur og hafi hann þó borið það undir góða menn. Ég get þó fallizt á, að frekari upplýsinga sé leitað á milli 2. og 3. umr. Það er ekki tilgangurinn að gera neinum til miska, hvorki jarðeigendum, hrepps- né sýslufélagi.