06.05.1932
Neðri deild: 68. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1887 í B-deild Alþingistíðinda. (2013)

215. mál, millisíld úr búi Síldareinkasölu Íslands

Magnús Guðmundsson:

Ég viðurkenni það, að ég hafði ekki búizt við, að síldareinkasalan væri svo aum, að hún gæti ekki borgað annað en forgangskröfur, en mér skilst á hv. frsm., að svo sé.

Ég verð að segja, að ég er sammala hv. frsm. um það, að það væri ósæmileg harðdrægni af ríkissjóði, að nota sér það happ, sem síldareinkasalan varð fyrir, þegar hún náði í millisíldina, til að ná tollkröfum sínum. Ef svo er, sem hv. frsm. segir, að þrotabúið á ekki fyrir forgangskröfum, þá er ekki meira um þetta að segja.