03.05.1932
Neðri deild: 66. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1910 í B-deild Alþingistíðinda. (2094)

555. mál, skipun barnakennara og laun þeirra

Jón Auðunn Jónsson [óyfirl.]:

Ég vil benda á það, að komið getur fyrir, að fleiri bæjarfél. taki upp þann sið að greiða starfsmönnum sínum föst laun og dýrtíðaruppbót heldur en Reykjavík. Það mun t. d. þegar vera gert í Vestmannaeyjum líka, og ég er ekki viss um, nema það sé víðar svo. En þó svo væri ekki, þá miða þessar till. að því, að dýrtíðaruppbót af launum láglaunaðri starfsmanna verði felld niður.

Í till. hv. þm. Seyðf. er gengið svo langt að gera ráð fyrir, að bæjar- og sveitarfélög greiði helming af leigu eftir þriggja herbergja íbúð handa kennurunum. Ef um einhleypa menn er að ræða, er þetta auðvitað óþarflega vel í lagt, og gætu þeir þá grætt á að leigja íbúðina út aftur. Ég held, að varhugavert sé að samþ. þessa till. og greiði því atkv. á móti henni.