14.05.1932
Neðri deild: 75. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1971 í B-deild Alþingistíðinda. (2192)

698. mál, laun embættismanna

Flm. (Vilmundur Jónsson):

Þetta er mjög einfalt mál. Í frv. um skipun læknishéraða, sem nýlega er samþ. sem 1. frá Alþ., var bætt við einu læknishéraði, Ólafsfjarðarhéraði. Verður að ákveða því héraði laun, og á bezt við að gera það með breyt. á hinum almennu launalögum frá 1919. Í þessu frv. er gerð till. um það. En um leið og það er gert, þá er og notað tækifærið til að lækka laun í öðru læknishéraði, sem hefir verið stækkað og má því færast yfir í lægri launaflokk. Geri ég ráð fyrir, að „forstandsmenn“ hv. deildar kunni þessu vel, þar sem með því móti fæst nokkuð upp í þann aukna kostnað, sem leiðir af stofnun hins nýja héraðs. Af því, hve nú er orðið aliðið þingtímans, verður frv. þessu varla fram komið nema með því að veitt verði allvíðtæk afbrigði frá þingsköpum. Vona ég, að ekki verði haft á móti því, hvorki af hæstv. forseta né hv. d.