15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 2197 í B-deild Alþingistíðinda. (2497)

256. mál, gjaldfrestur bænda og bátaútvegsmanna

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Landbn. hefir leyft sér að koma fram með nokkrar brtt. á þskj. 341.

1. brtt. gengur út á það, að sýslunefndir og bæjarstjórnir tilnefni 2 menn í skilanefnd. N. þótti eðlilegra, að sýslunefndir og bæjarstjórnir fengju þennan tilnefningarrétt, þar sem gert er ráð fyrir, að þessir aðilar borgi helming kostnaðarins.

Þá er 2. brtt. við 16. gr. frv. Hún er í tveim liðum. sá fyrri er um það, að lántökuheimild stj. sé bundin við 200 þús. kr. Þetta er ekki svo að skilja, að 200 þús. kr. sé það mesta, sem má veita í þessu skyni, heldur er gert ráð fyrir, að stj. veiti það, sem þarf umfram 200 þús. kr., úr ríkissjóði. Þessi brtt. er samkv. tilmælum hæstv. fjmrh., er hann kom með við 1. umr. Síðari brtt. við 16. gr. er á þá leið, að síðari málsgr. þeirrar gr. falli niður. N. varð sammála um það, að fella þetta ákvæði burt og láta nægja þá almennu heimild og skyldu, sem fjmrh. hefir alltaf til þess að hjálpa lánsstofnunum yfir örðugleika.

Síðasta brtt. er við 18. gr., og er par farið fram á, að kostnaður af framkvæmd þessara laga greiðist að hálfu úr ríkissjóði, en að hálfu úr sýslu- eða bæjarsjóði. Þessi brtt. er einnig flutt samkv. óskum hæstv. fjmrh. Ekki er hægt að mæla á móti því, að sanngjarnt er að skipta þessum kostnaði milli ríkissjóðs annarsvegar og sýslu- eða bæjarsjóða hinsvegar. Ég vona, að þessar brtt. n. verði ekki þrætuefni og frv. verði samþ. með þessum breytingum.

Þá hefir komið fram brtt. á þskj. 358, frá hv. 1. þm. Eyf. hún fer fram á það, að í fyrri málsgr. 1. gr. komi orðið „atvinna“ í stað „aðalatvinna“. Það hefir farið svo með þessa till., að n. hefir láðst að taka ákvarðanir um hana, og vil ég því fara fram á það við hv. flm., að hann taki till. aftur til 3. umr., svo að n. gefist kostur á að athuga hana. Verði þessi brtt. samþ., stækkar hún verksvið frv. að nokkrum mun, og því tel ég réttast, að hún komi ekki til atkv. án þess að n. fái hana til athugunar. Ég vona því, að hv. flm. hafi ekki á móti því, að taka hana aftur til 3. umr.