21.03.1932
Neðri deild: 34. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 60 í C-deild Alþingistíðinda. (2842)

30. mál, vigt á síld

Ólafur Thors:

Ég ætla að leyfa mér að endurtaka þá fullyrðingu, að sjómennirnir leggja ekkert upp úr því, hvort síldin er heldur vegin eða mæld. Þeir eru ánægðir með það frjálsræði, sem um það gildir eftir lögunum, en þeir leggja áherzlu á annað, og það er það, að þessi vinna stöðvist ekki, heldur að hún megi halda áfram.