25.04.1932
Neðri deild: 59. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 4 í D-deild Alþingistíðinda. (2990)

310. mál, Hinn almenni menntaskóli í Reykjavík

Frsm. (Sveinbjörn Högnason):

Menntmn. hefir flutt þessa till. eftir ósk kennslumálaráðh.

Í hv. Ed. hefir tvívegis verið samþ. frv. í þá átt að samræma kennslu við menntaskólann hér í Reykjavík við undirbúningsfræðslu annarsstaðar á landinu, þannig, að lærdómsdeildin verði sérstök deild og gagnfræðadeildin verði hliðstæð gagnfræðaskólum. Með þessu móti verður hægara að setja hentugar reglugerðir um kennsluna yfirleitt. — Þar sem þessi stefna hefir áður haft svo mikið fylgi hér á Alþingi, tel ég ekki þörf á að fara nánara út í efni þessarar þáltill., en vil aðeins leyfa mér að vísa til grg., sem henni fylgir.