28.04.1932
Efri deild: 62. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 19 í D-deild Alþingistíðinda. (3066)

498. mál, tala starfsmanna við starfrækslugreinir og stofnanir ríkisins

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Það mun helzt hafa verið ég, sem hefi gert ráð fyrir, að ríkisgjaldan. starfaði áfram milli þinga, enda skoða ég það sem höfuðskilyrði fyrir því, að virkilegt gagn geti orðið af störfum n. — Hér er að vísu tekið rétt á málum og í heppilega átt, en þessar till. bera það þó með sér, að n. hefði þurft meiri tíma en hún hefir kost á og getur haft kost á nú mitt í þingmönnunum, og mun ég því, ef aðrir hlutir eru skaplegir, bera fram till. um það í þinglokin, að n. haldi áfram störfum.