26.04.1932
Neðri deild: 60. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 390 í C-deild Alþingistíðinda. (3300)

243. mál, síldarmat

Jón Auðunn Jónsson:

ég þarf ekki að gera neina grein fyrir brtt. minni, því ég minntist á hana við 2. umr. Hún er aðeins um það, að þeir, sem verka síld, skuli gefa skýrslu um, hve mikið þeir hafa verkað og á hvern hátt. Þetta er nauðsynlegt til að geta vitað um, hve mikið er saltað á hverjum tíma, og er öllum fyrir beztu, enda hefir það verið svo í framkvæmdinni undanfarin ár.