15.03.1932
Neðri deild: 29. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 672 í C-deild Alþingistíðinda. (3623)

15. mál, fimmtardómur

Frsm. minni hl. (Einar Arnórsson):

Ég get tekið undir ýmislegt af því, sem hv. frsm. meiri hl. sagði um dómaskipun og réttarfar hér á landi. Það er vitað, að réttarfar hér er að ýmsu leyti úrelt og orðin þörf á að kippa því annað horf. En þar sem það mál liggur hér ekki fyrir, þá mun ég ekki fara út það nánar.

Hinsvegar gegnir nokkuð öðru máli um skipun æðsta dómsins hér á landi og réttarfar það, sem við hann ríkir. Hann er aðeins 12 ára gamall og var þá sniðinn eftir þeirri reynslu, er þá var á komin með öðrum þjóðum. Jafnframt því sem æðsta dómsvaldið var þá flutt inn landið, var munnlegur málflutningur innleiddur við réttinn og þær breyt. á réttarfari, sem af því hlaut að leiða. Margir voru þá myrkfælnir við það að innleiða munnlegan málflutning; töldu, að við ættum eigi nægilega reynda málaflutningsmenn og jafnvel dómara. En ég hafði þá trú árið 1919, að slík skoðun væri ekki á rökum byggð. Reynslan hefir staðfest það síðan. Munnlegi málflutningurinn hefir reynzt mjög vel, og menn hafa vel kunnað nýbreytninni.

Hæstiréttur, sem stofnaður var með lögunum frá 1919, er eini nútímadómstóllinn hér á landi. Hitt er annað mál, að það má hugsa sér honum fyrir komið á ýmsan annan hátt en nú er.

Með þessu frv. er ekki farið fram á neina nýskipun dómstólsins. Dómstigin eru tvö eftir sem áður, málflutningurinn munnlegur, málsmeðferð hin sama öllum aðalatriðum. Hinsvegar skal það játað, að fáeinum atriðum er breytt, sumum raunverulega, öðrum aðeins á pappírnum.

Upphaflega voru dómarar hæstaréttar 5. Með lögum 1924 var heim fækkað niður 3. Þá voru skiptar skoðanir um það, hvað réttmæt slík fækkun væri. Margir töldu öryggi réttarins minnka. Það mun sérstaklega hafa verið sparnaður, sem þessu réð. Ég er á þeirri skoðun, að það sé meira öryggi því að hafa 5 dómendur en 3. Út frá því sjónarmiði virðist bót að því, að nú er þess kostur, að 5 dómendur dæmi hinum mikilsverðari málum. Hitt er auðvitað, að það verður erfitt að draga mörkin: hvenær aukadómara beri að kveðja til og hvenær ekki. Við hv. frsm. meiri hl. höfum ekki treyst okkur til að draga þá markalinu öðruvísi en alm. orðum, eins og gert er í frv. Við höfum þó viljað bæta orðinu „þýðingarmikill“ inn lýsinguna, svo að þess verði kostur að kveðja aukadómendur til, þó mál séu ekki sérlega umfangsmikil, ef þau eru þýðingarmikil, þ. e. a. s. varða grundvallarreglu laga eða ótiltekinn fjölda manna, svo sem t. d. oft er um mál um skattskyldu manna. Slík mál eru oft mjög óbrotin, en úrlausnir þeirra geta fyrirsjáanlega haft þýðingu fyrir mjög marga.

Annað atriði frv. er hin opinbera atkvgr. Eins og nú er háttar, er atkvgr. ekki opinber. Dómurinn kemst að niðurstöðu sinni innan luktra dyra. Hinsvegar er það, að ef dómara greinir á við meiri hl. um dómsniðurstöðu, þá á hann heimtingu á, að atkv. hans sé birt dómasafni réttarins. Hann ræður því sjálfur, hvort það skuli birt eða ekki. Hv. frsm. meiri hl. virtist halda því fram, að sérátkvæði dómara væru venjulega ekki hirt. þetta hlýtur að stafa af ókunnugleika hans, því það er oft gert. T. d. krafðist ég þess einu sinni, þegar ég sat réttinn, að sératkvæði mitt væri birt, og oftar hefir þetta verið gert. En það er satt, að máli því, er hann drap á, segir aðeins dómasafninu, að einn dómarinn (L. H. 13.) hafi ekki orðið hinum sammála, án þess að sératkvæði hans sé birt þar. Ég kannast við, að það sé til bóta, að ágreiningsatkv. skuli birt ásamt dómnum. Það getur verið til leiðbeiningar starfandi lögfræðingum og fræðimönnum, og sératkvæði getur falizt allt eins góð röksemdaleiðsla eins og sjálfum dómnum, þótt fleiri standi að honum. Og ég veit ekki til, að annarsstaðar hafi það veikt álit dómstólanna, að ágreiningsatkvæði séu birt. Að þessu leyti er ég sammála hv. meiri hl., ég tel sjálfsagt, að ágreiningsatkv. séu prentuð.

Annars er það ekki tvímælalaust, hvernig skilja eigi þetta, sem kallað er opinber atkvgr. Ég býst þó við, að fyrirkomulagið verði framkvæmdinni svipað og nú. Fyrst fer fram ráðagerð; dómendur ræða málið fram og aftur og reyna að komast að niðurstöðu og greiða þar atkv. Síðan er dómurinn saminn og hann lesinn upp, og ef einhver óskar að birta ágreiningsatkv., þá er það gert. Ég held, að framkvæmdinni verði ekki önnur breyt. á en að það á að koma fram strax við ráðagerðina, hvort allir dómendur verða sammála, eða ágreiningur er uppi, og að sératkvæði dómara verða birt um leið og dómur er lesinn upp, hvort sem hann óskar þess eða ekki.

Þriðja atriðið, sem hv. frsm. meiri hl. minntist á, var félagsskapur málafærslumanna. Ég legg nú satt að segja ekki mikið upp úr honum. Ég gæti trúað, að hann yrði meinlaus, en þá líka gagnslaus. Málafærslumenn við hæstarétt munu nú hafa með sér félagsskap og gerir þá lítið til, hvort hann er fyrirskipaður með leigum eða ekki. Þó líta sumir svo á, að það muni tæplega löglegt að skipa mönnum með lögum að ganga félagsskap; eftir stjskr. sé það mönnum frjálst, en eigi ekki að vera þvingað. (BJ: Hvernig lítur hv. þm. á það mál?). Ég býst ekki við, að það sé brot á stjskr.

En það var ekki þetta, sem ég vildi minna á, heldur brtt. okkar minni hl. við þennan kafla frv. Fyrst leggjum við það til, að dómsmrh. skuli skylt að svipta málafærslumann málfærsluleyfi, ef hann hefir stórlega af sér brotið stöðu sinni. Meiningarmunur okkar hv. frsm. meiri hl. er ekki mikill um þetta atriði. Hann telur sjálfsagt, að dómsmrh. beiti heimild sinni þegar svo er komið, þótt ekki sé honum það lögskylt. En það virðist sjálfsagður hlutur, að ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu, að málaflutningsmaður sé alls óhæfur starfi sínu, þá sé ráðherra skylt að taka það til greina. Þetta er raunar ekki stórvægilegt atriði, því ætla má, að menn, sem á annað borð ná löggildingu til málflutnings, muni sjaldan misbrúka aðstöðu sína svo gífurlega. En ekki er það óhugsandi.

Þá er það brtt. okkar við 26. gr. frv. Í frv. er ákveðið, að málaflutningsmannafél. eða stjórn þess ákveði þóknun málaflutningsmanna og málskostnað, og aðiljar eru þá bundnir við ákvörðun félagsstjórnarinnar. Þetta getur verið mjög varhugavert. Hv. frsm. meiri hl. nefndi dæmi þess, að málaflutningsmaður hefði krafizt 25.000 kr. „þóknunar“ fyrir að flytja eitt mal. Umbjóðanda hans þótti þetta óhæfilega hátt. Hugsum okkur, að þetta ákvæði hefði verið gildi þá; aðiljar hefðu snúið sér til félagsstórnarinnar og hún fellt hann úrskurð, að samkv. taxta félagsins væri þessi þóknun rétt reiknuð. Eftir orðalagi frv. skilst mér, að aðiljar hefðu verið bundnir við hann úrskurð. Það hefði naumast reynzt heppilegt. Ég tel réttara, að ef aðiljar koma sér ekki saman, þá verði sá ágreiningur dómstólamál, alveg eins og ágreiningur um borgun fyrir öll önnur verk verður borinn undir dómstólana. Ég þekki ein 2–3 dæmi þess, að aðiljar hafa ekki komið sér saman um þóknun fyrir málflutning, og þá hafa dómstólarnir dæmt um það. Ég hygg, að stéttarfélag mundi hafa tilhneiging til að dæma félaga sínum í vil og gagnaðilja hans óhag. —- En ef svo á að skilja þetta ákvæði, að úrskurður félagsstjórnarinnar eigi aðeins að vera til leiðbeiningar, en aðiljar eigi samt kost á að skjóta máli sínu til dómstólanna, þá tel ég, að orðalagið sé ekki eins og það ætti að vera. Hitt er óhæfilegt, ef fyrirmælið á að skiljast svo, að báðir aðiljar séu bundnir við úrskurð félagsstjórnarinnar líkt eins og gerð hér er alls ekki jafnt á komið með báðum aðiljum. Þess vegna berum við fram brtt. við 26. grein.

Mér virðist hv. frsm. minni hl. hafa tekið of hart á þessum brtt. meiri hl., því ég held, að þær séu báðar til bóta. En hinsvegar skilst mér, að þær séu óflokkspólitískar og geti því ekki orðið ágreiningur um þær frá því sjónarmiði. — Mér þykir gott að heyra það, sem hv. frsm. minni hl. sagði, að það sé ekki rétt að svipta menn atvinnu með úrskurði félagsstjórnar málaflutningsmanna, eins og mun vera hægt eftir frv. Þess vegna hefi ég borið fram þá till., það ef félag málaflutningsmanna vill svipta einhvern félaga sinn leyfi, þá geti hann borið það undir dómstóla. Það getur komið fyrir, að einhver málaflm. sé ekki vel séður í félaginu, getur t. d. verið, að hann selji ódýrara vinnu sína en aðrir. Félagar hans gætu þá vel fyllzt hatri og heift hans garð og að lokum kveðið upp þann úrskurð, að hann skyldi rækur úr stöðunni. Þá væri það óhæfilegt, ef hann gæti ekki borið málið undir dómstól alveg eins og aðrir, sem stunda atvinnu, eins og t.d. skipstjórar, stýrimenn o. fl. Ég þarf ekki að orðlengja þetta, því mér skilst, að hv. frsm. sé á mínu máli um þetta.

Það eru aðallega tvö atriði, sem máli skipta, sem minni hl. greinir á við meiri hl. Eftir 1. gr. frv. á að breyta nafni dómsins.

Ég verð að segja, að ég legg ekki mikið upp úr þessu. Fimmtardómur er málfræðilega séð fallegt nafn, reyndar fallegra en hæstiréttur. Nafnið fimmtardómur er nafn á dómstóli fornöld, en menn vita ekki með vissu, hvernig nafnið var til komið, sennilega er það af því, að fimmtardómur var fimmti dómstóll Alþ. í fornöld, og að sumra ætlun af því, að dómurinn var, ef svo má segja, fimm hlutum. Það er lítið, sem réttlætir nafnið nú. Dómstóllinn verður ekki reglulegur dómur 5 manna og vitanlega ekki fimmti dómurinn, eins og á Alþingi í fornöld. Meðan dómendur eru 5, ætti nafnið kannske við, en nú verður það ekki eftir þessu frv. nema þeim málum, sem aukadómendur eru kvaddir til. Nafnið eitt út af fyrir sig er þó ekkert aðalatriði, en það, sem okkur minnihlutamönnum þykir sérstaklega varhugavert, er það, að löggjafarvaldið ákveði, að hæstiréttur núverandi skuli þannig lagður niður.

Eftir frv., eins og það var upphaflega, var alls ekki skylt að veita núv. dómendum hæstarétti embætti fimmtardómi. Nú frv. er ákvæði um það, að þegar hæstiréttur er lagður niður, skuli þeim dómendum hæstaréttar veitt embætti hinum nýja dómstól, sem óska þess. Að þessu leyti má segja eins og nú er komið, að þetta ákvæði um niðurlagningu dómsins hljóti að vera, frá sjónarmiði stj., alveg óþarft, því það ekki fram á neina breytingu á dómendum í fimmtardómi frá því, sem nú er. Dómsmrh. sýnist hafa viljað losna við einhverja núv. hæstaréttadómendur, og frá því sjónarmiði hefði ég getað skilið, að hann vildi leggja niður dóminn, en nú er því ekki til að dreifa, því það er ákveðið í 64. gr., að þeir eigi rétt á að verða skipaðir þennan nýja dóm, ef þeir óska þess. Það virðist því með þessu ákvæði ekki einu sinni vera stefnt að neinu sérstöku takmarki og hlýtur því frá sjónarmiði meiri hl. aðeins að vera formsatriði.

Ég skal endurtaka það, að það er mjög varasamt fordæmi, að löggjafarvaldið hlaupi til að leggja niður einn ákveðinn dómstól og sérstaklega þegar það er æðsti dómstóll landsins, án þess að það sé verið að gera nýja skipun á dómstólnum, sem talað er um 57. gr. stjskr. Það er engin breyt. á málaflutningi fyrir dómi. Eina breyt. er sú, að 2 aukadómendur eru kvaddir til málsmeðferðar og birt skulu öll dómsatkv. opinberlega. Þetta getur ekki kallazt ný skipun á dómstólnum. Ég stend ekki einn uppi með þetta álit mitt, því að lagadeild var kvödd til umsagnar um þetta mál. Og þar ætla ég að séu menn, einn a. m. k. flokki stjórnarinnar, Magnús Jónsson, sem var hvorki meira né minna en ráðh. þess flokks um tíma. Og, annar kennari lagadeildar er mikils metinn þeim flokki. Þar gat því ekki verið um að ræða neitt pólitískt álit eða till. að ófyrirsynju.

Í sambandi við þá till. minni hl., að rétturinn sé ekki lagður niður, standa 8.–10. brtt. á þskj. 127. Ef dómurinn er ekki lagður niður, þarf ekki að taka það fram, að núv. dómendur eiga heimtingu á að vera skipaðir hinn nýja rétt, því það er sjálfgefinn hlutur, að dómstóllinn heldur áfram með þeim. — Fimmtardómur tekur þá og ekki við neinum málum frá hæstarétti, því hann er sami dómstóllinn og heldur áfram málum sama fari og þau voru.

Þá er hitt höfuðatriðið, sem hv. frsm. meiri hl. talað mikið um. Það er um dómararaunina. Hann sagðist ekki skilja í mér, ekki lakari en ég væri nú, að ég skyldi vilja forna frv. fyrir ákvæðið um dómararaunina. Það eru ekki mjög sannfærandi röksemdir, þó að megi á það benda, að stórum löndum hér í álfu sé þessi skipun ekki höfð á. Við höfum síðan 1915 hér okkar landi lagt mikla áherzlu á, að dómendur á æðsta dómstóli landsins væru lausir við stjórnmál og dægurþras. Þess vegna voru sett þau ákvæði stjskr. 1915, að dómendur væru sem lausastir við öll önnur mál en þau, sem fyrir réttinn koma. En á móti átti það að koma, að séð var um af löggjafarvaldinu, að þessi dómstóll gæti notið sín sem bezt og aflað sér þess trausts, sem nauðsynlegt væri. Í stórum löndum er ekki eins mikil hætta á ferðinni. Hér þekkir svo að segja hver annan, og hér er flokkabarátta hvað illvígust vegna fámennis og þeirrar smæðar, sem er hér á öllu hjá okkur. Þess vegna er hættara við því hér en annarsstaðar, að kali kunni að komast inn hjá pólitískum andstæðingum. Þess vegna hefir það verið skoðun mín og minni hl., að hættara sé við, að pólitískur ráðh. skipi réttinn einungis menn eftir sínu höfði, sína pólitísku samherja, ef hann réði einn, heldur en ef rétturinn ætti að dæma um það, hverjir væru hæfir eða ekki. Það er að vísu svo, að ráðh. skipar menn önnur embætti. En eftir minni skoðun er ekki jafnhættulegt, þó að lægri embætti séu skipuð pólitískt, eins og ef æðsti dómstóll landsins væri skipaður með þeim hætti. Ef dómaraefni á að sýna það dómnum sjálfur, að hann muni vera hæfur til þess að vinna þau verk, sem þar skal vinna, þá skilst mér, að ríkari trygging sé fengin fyrir því, að maðurinn sé hæfur til verksins en með því fyrirkomulagi, sem hv. meiri hl. mælir með. Það er að vísu rétt hjá hv. frsm. meiri hl., að engin reynslu sé fyrir um þetta skipulag. Það er að þeim ástæðum, að þegar skipað var réttinn fyrst, var enginn slíkur dómstóll til, og enginn til, sem gæti skipað réttinn aðrir en nýju dómararnir. Síðan hafa 2 menn látizt í réttinum. Það var eftir að breyt. var gerð 1924, svo það kom ekki til, að skipa þyrfti stöðu þeirra og hefir aldrei þurft að gera, því 3 menn eru eftir, sem setið hafa þar dómum. Það er misskilningur hjá hv. frsm., að dómstóllinn hafi ekki nema neikvætt hindrunarvald. Ef t. d. 2 menn þreyta prófraunina og hæstiréttur segir, að annar sé hæfur, en hinn ekki, þá er skylt að skipa þann, sem dómstóllinn telur hæfan, en hinn má ekki skipa. — Hv. frsm. segir, að ef embætti sé laust, þá geti dómsmrh, sett dómara stöðuna. Það er líka á misskilningi byggt, því eftir gildandi lögum á að varpa hlutkesti. um kennara lagadeildar til þess að gegna embættinu, meðan ekki er það skipað. Eins mundi það vera, ef dómari veiktist eins og komið hefir fyrir. Þá mundi sama skipun vera höfð á.

Ég lít svo á, að ef það kæmi fyrir, að pólitískur ráðh. skipaði þannig réttinn, að það gæti talizt pólitísk skipun, mundi það veikja traust á dómstólnum og skapa æsingar um dóminn.

Um þær breyt. aðrar, sem minni hl. hefir lagt til, get ég verið fáorður. Ég hefi talað um brtt., sem varðar málflutning og vil engu þar við bæta.

Um brtt. við 53. gr. er hv. frsm. mér sammála, að það ákvæði falli niður, að ef atkv. séu jöfn, þá skeri atkv. forseta úr. Við höfum ekki getað fundið nein tilfelli, sem það geti komið fyrir. Dómstóllinn er skipaður 3 eða 5 mönnum, og þá virðist ekki geta komið fyrir, að atkv. verði jöfn. Að vísu er það hugsanlegt, að einn af dómendum sé ósammala meðdómendum sínum um það, hvort málinu skuli vísað frá eða ekki. Setjum svo, að hann vilji vísa málinu frá vegna formgalla, en þeir ekki, þá eru örlög málsins ráðin að því leyti til. En þegar dæma skal um efni málsins, þá er hann skyldugur til að dæma, þó að hann hafi viljað vísa málinu frá. Þetta eru eftir því sem ég bezt veit óskrifuð lög. Þetta er því einhver meinloka frv., sem ekki hefir verið athuguð. Eins er með meðaltalsregluna. Hún getur verkað alveg skakkt. Það getur með henni komið út niðurstaða, sem enginn dómenda hefir greitt atkv. með. T.d. ef 3 af dómendum vilja dæma sína upphæðina hver, þá er reglan sú nú, að miðupphæðin standi, t. d. einn vilji dæma 10 þús., annar 2 þús. og sá þriðji 7 þús., þá verður niðurstaðan 7 þús. kr. En ef meðaltalsreglan er höfð, þá yrði 11/3 af 19 þús. 6333 kr., en þá upphæð hefir enginn dómenda látið sér detta hug að dæma.

Það mun vera ein af brtt. minni hl., sem hv. frsm. lét svo um mælt, að væri óþörf. Það er við 2. tölul. 8. gr. frv. Í fyrri mgr. liðsins er talað um, að veita megi manni, sem sýnt hefir yfirburði í lögfræði embætti fimmtadómi, þó að hann hafi ekki gegnt þeim embættum, sem talað er um í sömu málsgr. Mér virðist þessi till. vera í samræmi við brtt. okkar við 1. tölul. sömu gr., að þessi undantekning verði með sama hætti sem þegar gefa skal dómaraefnum með 2. eink. undanþágu frá fyrstu einkunnar ákvæðinu. Það er í samræmi hvort við annað. Ég get þess vegna ekki skilið annað en að hv. frsm. sjái, þegar hann athugar þetta, að fullt samræmi sé brtt. minni hl. við brtt. þá, sem hv. frsm. hefir borið fram með mér.

Ég ætla þá, að ég hafi vikið nægilega að sinni að þeim atriðum, sem valdið hafa ágreiningi milli meiri hl. og minni hl., en ég sé ekki ástæðu til að fara að tala um þær brtt., sem bæði meiri og minni hl. eru sammala um. Það yrðu ekki nema endurtekningar á því, sem hv. frsm. hefir sagt um þær.

Ég skal að síðustu víkja að brtt., sem fram hefir komið frá hv. þm. Ísaf., þó ekki til þess að ræða hana. Ég tel það af vissum ástæðum eðlilegra, að frsm. meiri hl. taki fyrst afstöðu til hennar, ef flm. á annað borð talar nokkuð fyrir henni, en að öðrum kosti er varla tilefni til að ræða hana.