31.03.1932
Efri deild: 39. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 717 í C-deild Alþingistíðinda. (3692)

15. mál, fimmtardómur

Jakob Möller [óyfirl.]:

Hæstv. dómsmrh. var að tala um fjaðrafok sambandi við þetta mál hjá okkur sjálfstæðismönnum. Ég hefi nú ekki orðið var við annað fjaðrafok sambandi við það en er hæstv. ráðh. fauk út úr deildinni gær til að leita að hv. 2. þm. Árn. En ég er hissa, hvílíkt veður er gert út af því, er hv. 1. landsk. kemur með kurteisleg tilmæli um að koma aths. að gerðabókinni. Ef það er rétt hjá forseta. að atkvgr. hafi farið fram með venjulegum hætti, hví má þá ekki geta þessa? Annars er ekki farið fram á annað en að deildin skeri úr þessu. Hv. 2. landsk. spurði, hvar ætti að setja takmörkin fyrir því, sem bætt væri gerðabókina. Auðvitað þar, sem deildin leyfir. (Dómsmrh.: Er ekki réttast að gera það milli funda?).

Hæstv. ráðh. á auðsjáanlega erfitt með að fara með rétt mál. Hann var að segja, að hv. 1. landsk. hefði skrifað inn þessa bók. Þetta er rangt.