30.04.1932
Efri deild: 64. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 743 í C-deild Alþingistíðinda. (3717)

15. mál, fimmtardómur

Frsm. meiri hl. (Einar Árnason):

Ég þarf ekki að segja margt út af því, sem fram hefir komið. Ég ætla ekki að hefja neinar deilur við hv. minni hl. um frv. þetta eða brtt. þær, sem hann flytur. Ég hefi þegar minnzt á þær áður og mína skoðun á þeim og þarf ekki að fara út í það. Það er aðeins eitt atriði, sem hann drap a. Honum fannst það ekki hæfa, að í l. um æðsta dómstól landsins væri ákveðið um félagsskap malaflutningsmanna. Kvað hann slíkt myndi ekki eiga sér stað annarsstaðar. — Að því er ég bezt veit er þó slíkur félagsskapur lögboðinn nágrannalöndunum. Að slíkur félagsskapur skuli ekki vera lögboðinn hér, stafar e. t. v. af því, að hér gilda aðrar reglur um, hverjir megi vera málaflutningsmenn en öðrum löndum. Ég hygg, að annarsstaðar þurfi þeir, sem hafa málaflutning að atvinnu, að vera lögfræðingar, en ég held, að það sé ekki bundið við slíkt hér. Sem sagt, þessi félagsskapur er lögákveðinn annarsstaðar, og því ekkert óeðlilegt, að slíkt hið sama sé gert hér. Hv. minni hl. taldi, að slíkt ákvæði ætti heima í 1. um málaflutningsmenn, ef þau yrðu einhverntíma sett. Ég held, að það sé óhyggilegt að bíða eftir, að slík lög verði sett, enda engin trygging fyrir því, hvenær það verður gert.

Hv. minni hl. hélt ekkert sérstaklega fast á sumum þessara till., sem hann flytur félagi við hv. 3. landsk. á þskj. 537. Mér heyrðist á honum, að ein till. væri þegar tekin aftur. (Pm: Þær verða ekki fleiri).

Þá vildi ég fara nokkrum orðum um brtt. við 35. gr., þar sem dómsmrh. er gert að skyldu að lengja frestinn úr 6 mán. upp 12 mán. Þetta heyrir ekki undir trassaskap, eins og hv. minni hl. orðaði það, heldur getur þann veg verið ástatt, að áfrýjandinn myndi nota sér þann rétt, sem hann fær til þess að taka valdið af dómsmrh., en taka sér sjálfur leyfið. En nú er það svo um þessi orð „skal“ og „getur“, að mæltu máli er gerður á þeim nokkur munur, en þau dæmi eru til, að dómstólar virðast gera þann mun býsna lítinn. Vil ég benda á það, að skv. dómi, sem felldur var hæstarétti út af landhelgisbroti, er beinlínis farið fram hjá þessu orði „skal“ og dæmt eins og lögunum hefði staðið „getur“. Í 5. gr. 1. um bann gegn botnvörpuveiðum stendur: „Skipstjóri, sem geri sig sekan ítrekuðu broti gegn 1. gr., skal, auk refsingar þeirrar, sem getur um 3. gr., sæta fangelsi, ekki vægara en 2 mán. einföldu fangelsi“. Nú hefir það komið fyrir, að hæstiréttur hefir haft með ítrekað brot að gera samkv. þessum l. Hann hefir ekki dæmt fangelsisvist. Rétturinn hefir litið svo á, að ekki væri sjálfsagt að fylgja þarna orðinu „skal“ eftir þeirri merkingu, sem menn venjulega leggja það. Samkv. því má halda því fram, að þótt þarna sé sett skal, þá geti dómsmrh. með sama rétti neitað um þessa framlengingu, sem farið er fram á. Frá hvaða sjónarmiði sem þetta er skoðað, getur því þessi brtt. minni hl. aldrei komið að tilætluðu gagni.

Þá talaði hv. minni hl. um brtt. við 49. gr., um orðið „þingfesta“ þannig, eins og það væri óframkvæmanlegt, ef það væri látið standa eins og það er í frv. (PM: Það væri ekki hægt að fara eftir því). Þar sem nú sömu ákvæði eru í gildandi lögum, þá fæ ég ekki skilið, hvernig þetta hefir slumpazt af þessi 12 ár, sem hæstiréttur er búinn að starfa. (PM: Það hefir ekki heldur verið farið eftir því). Ég tók það fram áður, að hefð væri komin á um, hvernig þetta væri skoðað, og myndi ekki koma að sök, þótt þetta stæði svo áfram. Annars skal ég yfirleitt ekki fara út einstök atriði í þessu frv. það hefir sætt allnákvæmri meðferð hv. Nd.n., sem þar hafði málið til athugunar, var m. a. skipuð tveim lögfræðingum, sem ég held, að verði taldir af betri endanum, og annar þeirra prófessor lögum við háskólann. Þessi prófessor, sem var hv. 2. þm. Reykv., sá enga ástæðu til að breyta þessu atriði. Hans ágreiningur um frv. snerti aðallega tvö efnisákvæði þess, algerlega óskyld þessu, sem sé niðurlagning hæstaréttar og dómararaunina. Þegar þessi tvö atriði eru frá talin, virðist þessum lögfræðingi ekki felast frv. nein þau ákvæði, sem nauðsynlegt sé að breyta. Ég fyrir mitt leyti er auðvitað ekki fróður þessum efnum, en ég tel mér heimilt að halda mér við það, sem þessi lögfræðingur Nd. segir um frv., og álít flestar þær brtt., sem hér liggja fyrir, hljóða um aukaatriði, sem engin nauðsyn sé að breyta.

Þá talaði hv. 3. landsk. hér á þá lund og hafði um það allsterk orð, að nauðsyn bæri til að vanda sem bezt til æðsta dómstóls landsins. Út á þetta hefi ég ekkert að setja. En þegar kemur að því, hver ráð hann ætlar að hafa til þess að vanda sem allra bezt til æðsta dómstólsins og vernda réttaröryggið landinu, finnst mér ráðin vera léleg. Það eru tvo atriði, sem hann hyggur, að tryggi þetta. Annað er hin margumtalaða dómararaun, sem, eins og ég tók fram áður, engin af nágrannaþjóðunum notar, nema ein, og ég held að hafi rauninni litla þýðingu hér. Ég vil líka benda hv. þm. á það, að dómararaunin getur líka haft sínar óþægilegu afleiðingar, ef á annað borð kemur upp ágreiningur á milli hæstaréttar og viðkomandi ráðh. út af manni í dóminn. Ég get búizt við, að þegar slíka prófraun á að þreyta, þá þreyti hana aldrei fleiri menn en komast eiga dóminn það skiptið, og hvert er þá valið? En ef ágreiningur kemur upp milli dómstólsins og ráðh., getur orðið sá ófriður um þessi mál, að ekki verði betur farið en heima setið. Sem sagt, ég held, að dómararaunin sé orðin svo dauð hugsun allra eða flestra, að aldrei leiði til þess, að menn fái sérstaka trú á dómstólnum fyrir það eitt.

En svo kemur hv. þm. með aðra till. til þess að búa enn betur um þetta, og sú till. er á þá lund, að það sé ýmist atkvmrh., fjmrh. eða kirkjumrh., sem skipi menn dóminn, rétt eftir því, sem á stendur. Ég held, að tryggingin sé lítið meiri, þó að till. hv. þm. nái samþykki. Það er rétt hjá honum, að til eru ákvæði um það, að ráðherrar og ráðherrafundur taki ákvarðanir um mikilvægar ráðstafanir. Þessu á að fylgja, og á ekki að þurfa að taka það fram öllum lögum, sem samþ. eru. Ég hefi ekkert á móti þessu, tel það sjálfsagt, en hinu get ég ekki gengið framhjá, að með þessu er brotin sú meginregla, að sá ráðh., sem málið heyrir undir, skipi viðkomandi embættismann. Og það er brot á gildandi stjórnmálavenju, sem ég kann ekki við till. hv. þm. Ef byrjað er á því að brjóta þessa reglu, veit ég ekki, hvar staðar verður numið. Þó mætti um þetta tala, ef maður hefði trú á því, að eitthvað færi betur úr hendi með þeim hætti. En ég sé enga tryggingu ákvæðinu. Mun ég því greiða atkv. á móti till.