19.03.1932
Efri deild: 33. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 840 í B-deild Alþingistíðinda. (397)

5. mál, verðtollur

Fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Mér hafa borizt þau tíðindi, að þess hafi verið óskað af hæstv. forseta, að hann tæki þessi mál út af dagskrá. Ástæðurnar, sem færðar eru fyrir þessari ósk, að hv. sjálfstæðismenn hér í hv. d. vilji fá að sjá væntanlegar brtt. kjördæmanefndar við frv. til stjórnskipunarlaga um breytingar á stjórnarskránni, því þeir séu ekki fyrr en þessar brtt. eru komnar fram viðbúnir að taka afstöðu til tveggja hinna fyrstu mala á dagskránni. Ég get raunar ekki seð, að ástæða sé til að taka málin út af dagskrá af þessum orsökum, því að vitanlega geta þessir hv. þdm. frestað að taka afstöðu til þessara mála, þó að þau fái að ganga gegnum 1. umr. og verði afgr. til nefnda. og er það mín ósk. Hv. þdm. missa enga möguleika til áhrifa á þessi mál fyrir það.

Hinsvegar ef krafa þessi er sótt mjög fast, þá get ég látið fylgja yfirlýsingu um það, að ég mun ekki amast við því, þó að umr. verði frestað fram yfir helgi, til mánudags eða þriðjudags, ef hæstv. forseti telur þess þörf.