10.05.1932
Sameinað þing: 8. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 297 í D-deild Alþingistíðinda. (4119)

223. mál, viðskiptasamningar við erlend ríki

Jón Baldvinsson:

Ég vildi aðeins leiðrétta eitt atriði í ræðu hæstv. fjmrh., sem hann fór rangt með. Hann taldi, að ég hefði óskað eftir því við báða stóru flokkana í Ed., að þeir tækju mig á sína lista, þegar kosið var í stjórnarskrárn.; en það gerðist ekki á þann hátt, enda fór ég ekki fram á það. Mér er nær að ætla, að hinir flokkarnir hafi gert það til óvirðingar við Alþýðufl. að taka nafn mitt á sína lista.

Hæstv. fjmrh. hefir mikið talað um pólitískt skírlífi í öllum sínum ræðum um þetta mál í dag. Ég skil þetta svo, að það vaki fyrir hæstv. fjmrh., að ef hann snýr sér alltaf til eins og sama stjórnmálaflokks um ýmiskonar samvinnu, þá kalli hann það pólitískt skírlífi.