15.04.1932
Neðri deild: 52. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1358 í C-deild Alþingistíðinda. (4551)

240. mál, vigt á síld

Flm. (Vilmundur Jónsson):

Ég skal ekki hafa mörg orð fyrir þessu frv. að þessu sinni, enda hefir efni þess verið rætt hér allýtarlega áður í þinginu, og auk þess er hv. þm. síldarbræðslustöðvarinnar á Hesteyri ekki viðstaddur, en til hans sérstaklega mundi ég hafa kosið að beina nokkrum orðum. Ég vil því nú aðeins leyfa mér að óska þess, að málið fái að ganga nefndarlaust gegnum þingið, því að það var fyrir slysni eina, að hitt frv. mitt um þetta efni, sem lengra gekk, var fellt. Hafði það fengið meðmæli n. og fell af þeim ástæðum einum, að nokkrir þm. voru fjarstaddir atkvgr. um það.