19.05.1932
Efri deild: 78. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 983 í B-deild Alþingistíðinda. (520)

7. mál, lax- og silungsveiði

Frsm. meiri hl. (Jón Jónsson):

Við 2. umr. urðu allmiklar umr. um þetta frv. Ég lagði það þá til f. h. meiri hl. n., að frv. yrði samþ. óbreytt hér í þessari hv. deild. Gerðum við það af því, að við bjuggumst þá við, að komið væri svo nærri þinglausnum, að vafasamt væri, hvort málið fengi fullnaðarafgreiðslu á þessu þingi, ef farið væri að flækja því milli deilda. Ég hefði fyrir mitt leyti helzt viljað óska þess, að frv. væri samþ. óbreytt hér við þessa umr., svo að það gæti orðið að lögum í dag. En mér virtist allt benda til þess, að svo mundi ekki verða, og hefi því borið fram nokkrar brtt., er ég tel, að bæta myndu frv., ef þær verða samþ. Eins og ég gat um við 2. umr., viðurkenndi meiri hl. n., að á frv. væru nokkur smíðalýti, sem honum þóttu þó ekki vera svo stór, að þeirra vegna væri ástæða til að flækja frv. milli deilda.

Hv. 4. landsk. hefir flutt allstórar brtt. við frv. og talað fyrir þeim. Mun ég taka þær til athugunar í sambandi við mínar brtt.

Í. brtt. hv. 4. landsk. er um það, að breyta 3. lið 2. gr., sem ákveður skilmálalaust, að veiði fylgi jörð, sem byggð er á leigu. Hefir hann lagt til, að bætt verði við gr.: „nema öðruvísi semjist“. — Með þeirri viðbót tel ég, að það sé algerlega lagt á vald landsdrottins, hvort veiði verður látin fylgja leigujörð eða ekki. Ég tel óheppilegt, að þannig verði frá þessu gengið. Ég tel, að bezt sé og hagfelldast, að sem mest af þeim gæðum, sem hver jörð hefir til að bera, sé látið fylgja henni. Búskapurinn er sannarlega ekki of blómlegur eða fjölbreyttur, þó að hlunnindi, sem til eru, séu látin fylgja. Og löggjöfinni ber sannarlega að styðja að því, að svo verði gert. Það hefir nóg verið að því gert, og þó frekar of mikið, að rýja jarðir hlunnindum, þó að ekki séu opnaðir möguleikar fyrir því í þessu frv. En það er einmitt það, sem þessi till. hv. 4. landsk. gerir. Ég hefi því gert viðbótartill. um, að til þess að þá samninga megi gera þurfi samþykki veiðimálastjóra. Hv. 2. þm. Árn. vill, að þessir samningar séu lagðir undir samþykki atvmrh. Það tel ég óheppilegri leið. Ráðh. hefir einatt í mörgu að snúast, og er engin ástæða til þess að bæta við hann úrskurðum á ekki stærri atriðum, en sem þó gætu oft komið fyrir. Auk þess má gera ráð fyrir því, að atvmrh. hafi ekki næga þekkingu til að dæma um þetta í hverju einstöku tilfelli. Er því réttara, að þetta sé borið beint undir veiðimálastjóra, sem á stöðu sinnar vegna að geta verið kunnugur þessum málum, og fela honum úrskurð um það. Hann mundi hvort sem er ráða mestu um þetta, og er þá bara krókaleið að fara með þetta fyrir ráðh. Að leggja þetta undir veiðimálastjóra útilokar líka frekar, að pólitík, sem margir eru nú svo hræddir við, hafi áhrif á slíka úrskurði. Ég vona því, að hv. þdm. geti samþ. brtt. mína, sem er við 1. brtt. hv. 4. landsk., og láti veiðimálastjórann eða þann, sem er í hans stað, um að samþ. Þetta.

Þá er 2. brtt. mín, sem er við hina margumtöluðu 3. gr. frv., sem að dómi hv. 4. landsk. á að fela í sér eitthvert voðalegt stjórnarskrarbrot. Hann leggur þó ekki til, að gr. verði felld niður, en vill milda það með því, að sú heimild, sem í gr. felst, gildi ekki nema til 3 ára. Mér finnst nú, ef svo þröngt tímatakmark er sett, að innlausnarfrestur verði þá sama sem enginn. Það getur verið, að rétt sé að takmarka hann eitthvað, en þá verður líka að tiltaka svo rúman tíma, að hann komi að einhverju gagni. Nú eru þeir erfiðleikar í landi hér, að ef ætlazt er til, að búið verði að innleysa veiðiréttinn innan 3 ára, þá má gera ráð fyrir, að slíkt yrði til þess að útiloka alveg, að það verði gert. Ég hefi því lagt til, að þessi innlausnarfrestur á veiðinni verði ákveðinn 10 ár. Er þá farið bil beggja um þær báðar stefnur, sem uppi eru, aðra að hafa innlausnarfrestinn ótakmarkaðan og hina að gera hann að sama sem engu. Vona ég, að talsmenn þeirra beggja megi vel við una, ef brtt. mín verður samþ.

Næst er 3. brtt. hv. 4. landsk. Er hún í þremur stafl. og með tilheyrandi varatill. o. fl. o. fl. A-liður till. er um það, að veiðitíminn verði styttur frá 15. sept. til 15. ágúst. Þetta held ég, að sé alveg óhæfileg takmörkun á veiðitímanum. Það mundi sama og alveg útiloka fjölda bænda, sem búa við ofanverðar ár, frá allri veiði. Silungur gengur víða ekki í arnar fyrr en seint í ágúst, og jafnvel ekki fyrr en í september eða siðar. Hér er því áreiðanlega um allt of mikla takmörkun að ræða, enda hefir hv. flm. brtt. séð þetta sjálfur, því að hann flytur strax við þetta varatill. um, að veiðin hætti 1. sept. Þetta mun vera sönnu nær. A. m. k. hygg ég, að þetta komi ekki svo mjög að sök á Norðurlandi. En mér er sagt, að á Suðurlandi sumstaðar fari veiðin ekki að ganga fyrr en í september. En mér skilst þó, að ef brtt. á þskj. 764, sem heimilar stangarveiði eftir þann tíma, verður samþ., geri það nokkra bot á þessu. Ég mun því sjá mér fært að samþ. varatill., ef brtt. á þskj. 764 verður líka samþ.

Þá er b-liður sömu till. Er hún um það, að stytta laxveiðitímann yfirleitt um 1 mánuð, — úr 3 mán. niður í 2 mánuði. það má nú vera, að þetta ákvæði verði til þess að auka laxgengdina nokkuð. En ég tel, að veiðin verði takmörkuð um of með þessu ákvæði. Það er ekki svo langur tími fyrir þá, sem stunda veiðina, þó að þeim sé leyft að gera það í 3 mánuði. Ég tel því hæfilegt að klípa af þeim tíma þriðjunginn og legg áherzlu a, að þessi brtt. verði felld.

C-liður brtt. stendur í sambandi við alið hennar, og hafa báðir þessir liðir samsvarandi varatill. Get ég verið með þeim, eins og ég gat um áðan.

Þá er 4. brtt. hv. 4. landsk. Við hana er svo skrifl. brtt. frá hv. 2. þm. Árn. Eru þær að mínu viti tvímælalaust til bóta. Þær gefa ráðh. heimild til að ákveða meiri friðun á ám, ef hætta er a, að veiði rýrni vegna of mikillar veiði. Er ég þeim því meðmæltur og tel þær vera til bóta.

5. brtt. er leiðrétting á prentvillu í 23. gr. frv. — Gat ég hennar við 2. umr. og mæltist þá til, að hún yrði leiðrétt við endurprentun frv. En nú er ekki búið að því, og er þá gott að samþ. þessa brtt , svo hún minni á, að þetta verði leiðrétt.

Kem ég þá að 6. brtt. hv. 4. landsk., sem er um það að heimila, að girðingar megi leggja lengra út en um getur í 30. gr. frv., en þar er svo ákveðið, að þær megi ekki ná yfir meira en 1/4 hluta af breidd oss eða leiru. Ég játa, að ósamræmi er á milli þessa ákvæðis og ákvæða 28. gr., sem leyfa, að net nái yfir þriðjung af breidd þessara veiðistaða. Nú hygg ég, að öruggast sé, til þess að lax geti gengið upp í árnar, að sem skemmst sé lagt út í leirur eða ósa. Ég hefi því gert brtt., sem er öfug við brtt. hv. 4. landsk., en samræmir þó ákvæðin í 28. og 30. gr. Er hún sprottin upp af þeirri skoðun minni, að réttara sé að þrengja þetta ákvæði heldur en rýmka. Ég legg því til, að ekki megi leggja netum út í leirur og ósa lengra en sem svarar mest 1/4 af breiddinni. Ég get getið þess, að ég hefi borið mig saman við Pálma Hannesson um þetta, og hann leggur eindregið til, að þessi leið verði farin. Ég legg því eindregið til, að 6. brtt. hv. 4. landsk. verði felld, en mín brtt. (3. b.) veri5i samþ. í staðinn.

7. brtt. hv. 4. landsk. er aðeins lagfæring á máli og er sjálfsögð.

8. brtt. er álitamál. Þar er gert ráð fyrir að breyta ákvæðum 62. gr. um stofnun veiðifélaga. Hv. þm. er hræddur um, að erfitt verði að ná saman fundi, ef svo margir þurfa að mæta sem gr. gerir ráð fyrir. En af því að hér er um mikil fjárréttindi að ræða, þykir mér óvarlegt að ganga svo langt sem hv. þm. vill fara. Ég vil því heldur leggja á móti þessari brtt.

Síðasta brtt. hv. 4. landsk. er við 82. gr., að síðasti málsl. falli niður. Ég býst við, að ráð sé rétt, en þá rís það spursmál, hvort ekki sé rétt að tryggja lánsfé annarsstaðar frá.

Sem sagt legg ég áherzlu a, að 2. brtt. hv. 4. landsk. sé felld, sömuleiðis 3.a. aðaltill., og 3.b, og loks 6, og helzt 8. Aðrar till. hans tel ég til bóta flestar, og sumar allsæmilegar.