05.04.1932
Neðri deild: 43. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1030 í B-deild Alþingistíðinda. (585)

13. mál, vegur frá Lækjarbotnum austur í Ölfus

Jón Ólafsson:

Ég skal ekki lengja mikið umr., en ég kann þó ekki við, að umr. fari svo fram, að ég segi ekki nokkur orð.

Það er öllum ljóst, að samgöngurnar austur eru í hinu mesta ólagi. Einnig samgöngurnar með bifreiðum eru alveg óviðunandi. Flutningur á bílhlassi kostar nú austan úr Fljótshlíð um 90 kr., og útilokað er, að hægt sé að flytja til Rvíkur með minni kostnaði. Sláturféð verður að reka og í öllu að hegða sér eftir gamla laginu. Með þessu lagi á flutningum er ekki hægt að hugsa sér neina breyt. til bóta um framleiðsluna þar eystra. Járnbraut er eina viðunanlega lausnin á Samgöngumálinu. Það er margsannað, að hún mundi gera flutningana miklu ódýrari og margfalda flutningaþörfina mjög fljótlega. En svo er á það að líta, hve mikla von megi gera sér um járnbraut í nálægri framtíð. Ég fyrir mitt leyti hefi litla von um það. En ég er líka vonlítill um þennan veg, ef sá áætlun, sem gerð hefir verið um hann, er lögð til grundvallar. En þó eru meiri líkur um að fá hann en járnbraut í náinni framtíð. Í raun og veru tel ég þó sama, hvort frv. Þetta er samþ. nú eða ekki, — nema þá að eitthvert fyrirheit fylgi. En ég veit þó, að ekki muni gott að gefa það eins og ástæður eru nú. Ég vil þó fá að vita, hvert áhugamál þetta er hæstv. ráðh., vegna þess að frv. Þetta , eins og talað hefir verið um, bægir samgöngumálinu frá því, sem er aðalhugsunin, út á aukaleið, sem hætt er við, að síðar mundi bægja járnbraut frá.

Sveitirnar austanfjalls eru hafnlausar og því engra framkvæmda að vænta á heim sviðum, er byggist á greiðum og ódýrum samgöngum. Ég er því ekki með neinni hrifningu yfir að fá lög, sem vonlaust er, að komi til framkvæmda á næstu árum. Þetta frv. má hví allt eins bíða, til frekari athugunar um, hvort hægt sé að fá lán. Og ef féð fæst, rá má taka tel athugunar, í hverskonar fyrirtæki á að leggja, veg eða járnbraut, eftir því sem tímarnir þá gefa tilefni til.