28.04.1932
Efri deild: 62. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1077 í B-deild Alþingistíðinda. (678)

9. mál, brúargerðir

Magnús Torfason:

Ég vil aðeins standa upp til þess að mótmæla því harðlega að nokkur kritur sé á milli okkar samþm. út af þessu máli. Ég get lýst yfir því, að á þingmálafundum í vetur, þar sem lögð var áherzla á þetta mál, lýsti hv. samþm. minn því yfir skýrt og skorinort, að hann vildi gera allt, sem hann gæti, til þess að þetta kæmi inn í brúarlög, svo mér dettur ekki í hug, að hann reyni að setja fótinn fyrir málið, ef það kæmi fyrir Nd.