13.04.1932
Neðri deild: 50. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1219 í B-deild Alþingistíðinda. (808)

11. mál, skiptameðferð á búi Síldareinkasölu Íslands

Frsm. (Bergur Jónsson):

Ég vildi aðeins benda á það, að mér finnst eðlilegast, að þessi ákvæði komi fram í sérstöku frv. formi. hér er aðeins um þá formlegu hlið að ræða, hvernig haga eini skiptunum. Það fellur undir hin almennu gjaldþrotaskiptalög. En kröfur á hendur búsins verða að fara eftir almennum landslögum, eða ef sett eru um það sérstök lög. Hér er aðeins um það að ræða, hvort eigi að staðfesta þessi bráðabirgðalög, sem sett voru í vetur, hvort eigi að hafa þetta form á skiptameðferðinni eða ekki. Ég veit ekki betur en að bæi ríkisstj. og a. m. k. 2 stærri þingflokkarnir hafi verið sammála um, að þetta væri rétt ráðstöfun, og sé ég því ekki ástæðu til að hún bíði eftir staðfestingu.