22.02.1932
Efri deild: 7. fundur, 45. löggjafarþing.
Sjá dálk 1307 í B-deild Alþingistíðinda. (930)

22. mál, útvarp og birting veðurfregna

Fors.- og atvmrh. (Tryggvi Þórhallsson):

Ég hygg, að það hafi verið fyrir ári síðan, eða snemma á vetrarþinginu í fyrra, að það varð að samkomulagi við fjvn. Nd., að Fiskifélag Íslands tæki að sér að koma veðurfregnum út um verstöðvarnar. Yrði hætt að senda veðurskeytin með símanum, heldur yrði þeim útvarpað. Verður að því mikill sparnaður. Það er framhald af því, að frv. þetta hefir verið samið af Fiskifél. Ísl., en eftir dsk atvmrn. Það er í aðalatriðum borið fram eins og Fiskifél. gekk frá því. Það þótti hentara, að sett yrðu um þetta lög. Annað tel ég ástæðulaust að taka fram um málið að þessu sinni; vil aðeins leyfa mér að leggja til, að frv. verði vísað til sjútvn.