25.03.1933
Neðri deild: 36. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 1062 í B-deild Alþingistíðinda. (1120)

17. mál, varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma

Frsm. (Jóhann Jósefsson):

Í n. var lítill ágreiningur um þetta mál, og hafði hún ekki hugsað sér að gera við það nokkrar brtt., en hv. þm. Ísaf., sem líka er landlæknir, gerði við það brtt. á þskj. 62. Þær brtt. voru ræddar í n. og gat n. fallizt á þær og leggur til, að þær verði samþ. — Fleira hefi ég ekki um málið að segja fyrir n. hönd.