02.05.1933
Neðri deild: 63. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2879 í B-deild Alþingistíðinda. (127)

Afgreiðsla þingmála

Magnús Jónsson:

Ég kannast við þetta, að form. stjskrn. hefir boðað mig á einn fund í n., en að ég gat ekki komið á fundinn vegna annara starfa. Er og varla hægt að búast við því, að hægt sé að kalla menn saman á fund hvenær sem er, en ég ber það undir hæstv. forseta, hvort ég sé vanur að skrópa frá að sækja fundi, enda kemur þetta varla málinu við, og vanræksla form. stjskrn. er söm eftir sem áður, enda þótt hann hafi kvatt n. til fundar í þetta eina skipti. Vænti ég og þess, að hæstv. forseti taki stjskr.málið á dagskrá sem fyrst, ef n. verður ekki kvödd til starfa.