25.04.1933
Neðri deild: 57. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 57 í D-deild Alþingistíðinda. (1414)

165. mál, slysatryggingalög

Vilmundur Jónsson:

Mér virtist gæta misskilnings hjá hv. 1. þm. N.-M. viðvíkjandi vatill. minni. Hún felur ekki í sér, að ætlazt sé til bóta fyrir hvert slys, hve lítið sem það er, og þó að það ekki valdi meiri meiðslum en svo, að það orsaki vinnutöf skemur en 10 daga. Ég hugsa mér aðeins, að þau slys, sem valda sjúkleika lengur en 10 daga, skuli verða bætt frá byrjun, að því er snertir læknishjálp, lyf og umbúðir líka fyrir hina fyrstu 10 daga. En að þau slys, sem valda slíkum afleiðingum aðeins um skemmri tíma en 10 daga, komi hinsvegar ekki til greina.

Þetta vil ég taka fram til að fyrirbyggja misskilning. Vænti ég þá, að hv. þdm. samþ. vatill. því fremur, er þeir sjá, að þetta hefir ekki þann kostnað í för með sér, sem hv. l. þm. N.-M. gerði ráð fyrir.